Skilmálar

Almennt

Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru í vefverslun GK Dætra ehf,  kt.680820-0310, Bæjargötu 19, 210 Garðabæ.

Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur GK Dætra annars vegar og kaupanda vöru hins vegar.

Verð á vefsíðu þessari eru án virðisaukaskatts og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur.

GK Dætur ehf. áskilur sér einhliða rétt til að breyta skilmálum þessum með birtingu á heimasíðu félagsins, www.gkdaetur.is.

Vöruafhending

Við keppumst við að afgreiða allar pantanir eins fljótt og auðið er, afhendingartími fer eftir stærð pöntunar og getur verið 1-7 virkir dagar – fer það eftir hvort allar vörur séu til á lager GK Dætra eða komi frá vöruhúsi erlendis.

Vöruskil 

Ef skila á vöru (hver sem ástæðan er), skal kaupandi koma athugasemdum til GK Dætra innan við 48 klst frá móttöku vöru. Hvernig flutningi á vöru sem skal skila er háttað er samkomulag milli kaupanda og seljanda hverju sinni.

Kreditreikningur er gerður þegar vara hefur verið talin inn í hús.

Hafi vara skemmst í meðhöndlun starfsmanna þriðja aðila (t.d. flutningsaðila) eða ef misræmi er á milli fjölda afhentra vara og vörufylgiskjals, þarf móttakandi vöru að gera athugasemd við flutningsaðila við vöruafhendingu.

Reikningsviðskipti

Gjalddagi reiknings fer eftir viðskiptasamningum á milli GK Dætra ehf. og viðskiptavina þess. Dráttarvextir reiknast á reikninga sem greiddir eru eftir eindaga, í samræmi við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, með síðari breytingum. Við vanskil reikninga reiknast dráttarvextir frá eindaga til greiðsludags.

Athugasemdir vegna útgefinna reikninga skulu berast GK Dætrum innan 10 daga frá útgáfudegi reiknings. Verði ágreiningur um fjárhæð reiknings er viðskiptamanni einungis heimilt að bíða með greiðslu á þeirri fjárhæð sem raunverulegur ágreiningur er um.

Meðferð persónuupplýsinga

Með kaupum á vörum og þjónustu samþykkir þú skilmála GK Dætra varðandi söfnun og vinnslu á persónuupplýsingum

GK Dætur skuldbinda sig, í tilvikum þar sem persónuupplýsingar eru skráðar s.s. vegna starfsumsókna, pantana á vörum, styrktarbeiðna eða í tengslum við markaðssetningu félagsins eða leiki, þar sem viðskiptavinur þarf mögulega að skrá nafn, heimilisfang, tölvupóstfang, síma eða aðrar persónuupplýsingar, til að meðhöndla þær í samræmi við gildandi lög nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Framangreindar upplýsingar eru varðveittar á öruggan og tryggan hátt og verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum án samþykkis aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.

Þú átt rétt á og getur óskað eftir upplýsingum um atriði eins og hvaða persónuupplýsingar eru skráðar um þig og hvernig, hverjir hafa aðgang að þeim, hvernig þær séu unnar og hvernig þær séu uppfærðar og/eða leiðréttar með því að senda fyrirspurn á gkdaeturehf@gmail.com. GK Dætrum er heimilt að miðla persónuupplýsingum um þig til þriðja aðila sem er þjónustuaðili, verktaki eða umboðsmaður GK Dætra í þeim tilgangi að veita þér vöru eða þjónustu sem þú hefur óskað eftir. GK Dætrum er einnig heimilt, til verndar brýnum lögvörðum, hagsmunum, að deila upplýsingum t.d. vegna innheimtu á vanskilakröfu.


GK Dætur áskilja sér rétt til að nota persónuupplýsingar til að senda viðskiptavinum markpósta með tölvupósti og/eða sms-skeytum. Er það gert í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum félagsins sem besta þjónustu.

Lög og varnarþing

Íslensk lög skulu gilda um skilmála þessa, samninga og eftir atvikum tilboð sem GK Dætur ehf. gerir við viðskiptavini sína. Ágreining um framkvæmd samnings skulu GK Dætur og viðskiptavinur leitast við að leysa með samkomulagi. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Heimilt er að vísa ágreiningi til gerðardóms ef báðir aðilar eru því samþykkir og skulu lög nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma gilda um málsmeðferð fyrir gerðardómi.

Shopping Cart